Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir árekstur í Kömbunum á Suðurlandsvegi um sjö leytið í kvöld. Veginum var lokað í kjölfarið og umferð beint um Þrengslaveg en vegurinn um Hellisheiði var opnaður aftur um klukkan hálf níu. Tveir voru í hinum bílnum og sluppu þeir ómeiddir, samkvæmt upplýsingum frá Selfosslögreglu.
Éljagangur var á Heiðinni þegar slysið varð. Lögregla telur að ökumaður fólksbílsins hafi missti stjórn á bílnum í slabbi og rekist framan á bifreið sem ók úr gagnstæðri átt, niður Kambana.