Mótmæli íbúa báru árangur

Frá Kópavogshöfn.
Frá Kópavogshöfn. mbl.is/Golli

Mótmæli íbúa við Kársnes í Kópavogi gegn skipulagi hafnarsvæðis virðast hafa borið árangur en fram kom í fréttum Útvarpsins, að á fundi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í morgun kynnti Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, hugmyndir meirihluta bæjarstjórnarinnar þar sem komið er til móts við þær 1700 athugasemdir íbúanna sem bárust bæjaryfirvöldum.

Gunnar kynnti hugmyndir sem síðar yrði farið yfir með íbúasamtökunum.

Gunnar sagði í fréttum Útvarpsins, að þarna kæmi fram sú hugmynd að hætta við stækkun hafnarinnar og að svæðið yrði nýtt undir léttan atvinnurekstur og að reynt verði að lífga upp á svæðið og gera það að miðstöð Kársnessins.

Arna Harðardóttir formaður íbúasamtakanna sagði það góðar fréttir ef þessar hugmyndir gangi fram. Sérstaklega ef fallið verði frá hafnsækinni starfsemi eins og það hefur verið orðað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert