Norðurál rifti samningi við pólskt verktakafyrirtæki

Norðurál hef­ur rift samn­ingi við pólska verk­taka­fyr­ir­tækið Dab­ster eft­ir að upp komst að menn á þess veg­um, sem störfuðu við rafsuðu fyr­ir Norðurál á Grund­ar­tanga, höfðu ekki leyfi til að starfa hér á landi. Þetta kom fram í frétt­um Sjón­varps­ins en menn­irn­ir voru rekn­ir heim í síðustu viku.

Sjón­varpið sagði, að seint í sum­ar fór for­svars­menn Norðuráls að gruna að ekki væri allt með feldu. Ragn­ar Guðmunds­son, for­stjóri Norðuráls, saðgist hafa fengið vís­bend­ing­ar um að ekki væri allt sem skyldi, og því hafi verið ákveðið að slíta sam­starfi við fyr­ir­tækið.

Ragn­ar sagði í Sjón­varps­frétt­un­um, að um klárt lög­brot hafi verið að ræða. Menn­irn­ir höfðu hvorki kenni­töl­ur, dval­ar­leyfi né önn­ur til­skil­in leyfi til að starfa hér á landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert