Skaut tvo stóra útseli

Refa­skytt­an Magnús Ölver Ásbjörns­son á Drangs­nesi skaut tvo stóra út­seli á Strönd­um á dög­un­um. Frá því er sagt á Stranda­vefn­um að Magnús var í leiðangri ásamt föður sín­um Ásbirni Magnús­syni til þess að at­huga hvort þeir kæmu auga á ref eða gæs, en er komið var norður fyr­ir Kald­baks­vík sá hann stór­an haus gægj­ast upp úr sjón­um. Um var að ræða helj­ar­stór­an út­sel sem skytt­an skaut.

Þegar hann var að bisast við að koma seln­um í land með veiðistöng birt­ist enn stærri haus upp úr sjón­um. Var því ekki annað að gera en að „fleygja frá sér veiðistöng­inni og ná aft­ur í byss­una með sama ár­angri og áður“, eins og seg­ir á strand­ir.is.

Minni sel­ur­inn vóg 232 kíló en sá stærri 325 kíló.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert