Skaut tvo stóra útseli

Refaskyttan Magnús Ölver Ásbjörnsson á Drangsnesi skaut tvo stóra útseli á Ströndum á dögunum. Frá því er sagt á Strandavefnum að Magnús var í leiðangri ásamt föður sínum Ásbirni Magnússyni til þess að athuga hvort þeir kæmu auga á ref eða gæs, en er komið var norður fyrir Kaldbaksvík sá hann stóran haus gægjast upp úr sjónum. Um var að ræða heljarstóran útsel sem skyttan skaut.

Þegar hann var að bisast við að koma selnum í land með veiðistöng birtist enn stærri haus upp úr sjónum. Var því ekki annað að gera en að „fleygja frá sér veiðistönginni og ná aftur í byssuna með sama árangri og áður“, eins og segir á strandir.is.

Minni selurinn vóg 232 kíló en sá stærri 325 kíló.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert