Slökkviliðið gæti sektað Landspítala

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins íhugar að beita Landspítala dagsektum fyrir að láta …
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins íhugar að beita Landspítala dagsektum fyrir að láta sjúklinga liggja á göngum.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net
Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, Jón Viðar Matthíasson, hefur íhugað að beita Landspítalann dagsektum vegna legu sjúklinga á göngum sjúkrahússins. Í Ósló hefur slökkviliðið sektað Aker háskólasjúkrahúsið um 100 þúsund norskar krónur, eða rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna, fyrir að láta sjúklinga liggja á göngum. „Við höfum rætt það hér innanhúss hvort þetta sé úrræðið sem við þurfum að beita," segir Jón Viðar.

Hann segir eldvarnareftirlitsmenn reglulega kanna aðstæður á Landspítalanum auk þess sem sjúkraflutningamenn, sem jafnframt séu slökkviliðsmenn, fari oft á dag á sjúkrahúsið. „Vandinn er okkur kunnur. Við höfum bent á að ástandið sé óviðunandi. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum komi eitthvað upp á."

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert