Tekið á móti Selfossliðinu á Ölfusárbrú í kvöld

Kjartan Björnsson afmælisstjóri ásamt Ragnheiði Hergeirsdóttur bæjarstjóra Árborgar við setningu …
Kjartan Björnsson afmælisstjóri ásamt Ragnheiði Hergeirsdóttur bæjarstjóra Árborgar við setningu  60 ára afmælishátíðar Selfoss í gær. mbl.is/Sig. Jóns.

„Þetta er frábært og við munum fagna heimkomu liðsins klukkan 23 í kvöld en þá er áætlað að þeir komi yfir Ölfusárbrú og svo verður  flugeldasýning í kjölfarið.  Það verður alveg gargandi stemmning í miðbænum í kvöld og allir sameinast,” sagði Kjartan Björnsson afmælishátíðarstjóri Selfoss þegar hann frétti af sigri Selfoss á Magna frá Grenivík í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. 

Með sigrinum tryggði Selfossliðið sér sæti í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu eftir 13 ára veru í 2. deild.

Kjartan hvatti alla Selfossbúa og nærsveitarfólk til að koma að Ölfusárbrú í kvöld á brúarsönginn og til að fagna liðinu. Um helgina stendur yfir afmælishátíð vegna 60 ára afmælis Selfoss.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, hefur kynnt endurbætur á íþróttaleikvangi Selfoss í tilefni af góðu gengi knattspyrnuliðsins. Nþykir mönnum tryggt að sú framkvæmd sé í höfn fyrst Selfossliðið kemst upp í fyrstu deild næsta ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert