Vetrarveður á sunnanverðu landinu

Það var vetrarlegt um að litast í Mýrdalnum í dag.
Það var vetrarlegt um að litast í Mýrdalnum í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson

Hálfgert vetrarveður hefur verið á sunnanverðu landinu í dag. M.a. hefur snjóað í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri eins og meðfylgjandi mynd, sem tekin var í grennd við Vík í dag, sýnir. Veðurstofan hefur varað við stormi syðst á landinu fram á kvöld en mun hægari vindur er norðaustanlands. Þá verður rigning eða slydda sunnantil fram á kvöld. Spáð er 1 til 8 stiga hita á landinu í dag en búast má við næturfrosti víða í innsveitum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert