Vill að Norðurlönd sameinist um lyfjakaup

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kannar nú hvort Norðurlöndin geti sameiginlega boðið út kaup á lyfjum en með því móti gæti lyfjaverð lækkað nokkuð frá því sem nú er. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Guðlaugur vill einnig skoða hvort ríkin geti myndað með sér sameiginlegan heilsumarkað.

Í blaðinu kom einnig fram, að Guðlaugur áformi að heimila póstverslun með lyf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert