Erilsöm nótt hjá lögreglu

Annasöm nótt hjá lögreglunni.
Annasöm nótt hjá lögreglunni. mbl.is/Júlíus

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, margir voru að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur. Tuttugu og fjórir voru kærðir fyrir mismunandi brot á lögreglusamþykkt og gistu fangaklefa í skemmri tíma, enn eru þó nokkrir gestir í fangageymslunum. Að sögn varðstjóra kom þó ekki til neinna stærri mála og engin innbrot hafa verið tilkynnt það sem af er morgni.

Sérsveitarmenn voru sem fyrr á vaktinni með öðrum lögreglumönnum, varðstjóri sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að þeir væru skæru sig ekkert úr í klæðaburði og að allur lögregluhópurinn væri þjálfaður saman sem til dæmis í stjórn á óeirðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert