Aðstandendur þeirra sem létust er skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi haustið 2005 hafa kært Jónas Garðarsson fyrir skilasvik fyrir að að hafa selt bátinn á ólögmætan hátt og komið í veg fyrir að aðstandendur hafi fengið greiddar skaðabætur sem þeim voru dæmdar. Jónas var dæmdur fyrir að hafa valdið slysinu og samkvæmt dómnum átti hann að greiða aðstandendum 10 milljónir króna í skaðabætur.
Lögmaður aðstandenda sendi fjölmiðlum tilkynningu þar sem skýrt var frá kærunni. Telja kærendur að Jónas hafi skotið undan bátnum með ólögmætum og refsiverðum hættu komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna sinna.