Lok afmælishátíðar á Selfossi

Loftur Erlingsson stjórnar Karlakór Selfoss sem söng matsal Hótel Selfoss.
Loftur Erlingsson stjórnar Karlakór Selfoss sem söng matsal Hótel Selfoss. mbl.is/Sigurður Jónsson

Vel heppnaðri afmælishátíð á Selfossi lauk síðdegis í dag með kaffihlaðborði í Hótel Selfoss þar sem var húsfyllir og Karlakór Selfoss söng við góðar undirtektir undir stjórn Lofts Erlingssonar. Söngur Karlakórsins markaði endi afmælisdagskrárinnar sem stóð frá því á föstudagskvöld.

Kjartan Björnsson formaður afmælisnefndarinnar og frumkvöðull að því að halda upp á að 60 ár eru liðin frá því að Selfoss varð sjálfstætt sveitarfélag sagði að hátíðin hefði tekist mjög vel og íbúar sótt alla viðburði af miklum áhuga.

Hann sagði marga hafa lýst áhuga á því að festa þessa hátíð í sessi í byrjun september og skapa markaðs- og uppskerudaga með miklu fjöri og menningaruppákomum í bænum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka