Réttað í Skrapatungurétt

Frá Skrapatungurétt í dag.
Frá Skrapatungurétt í dag. mbl.is/Jón Sigurðsson
Eftir Jón Sigurðsson
Nú um helgina var réttað í Austur Húnavatnssýslu, stóð smölun á Laxárdal í gær og réttir voru í Skrapatungurétt í dag. Margir gestir slógust í för með gangnamönnum í Laxárdal. Ferðamannafjallkóngur líkt og í fyrra var Valgarður Hilmarsson forseti bæjarstjórnar Blönduóss.

Stóðréttargrill með fjöldasöng og skemmtun var á Hótel Blönduósi í gærkvöldi og voru sumir lengi að en það mun ekki hafa komið niður á réttarstörfum sig Það gekk á með éljum þegar réttað var en menn létu það ekki trufla sig.

Bændur og búalið gengu í sundur hrossin í morgun og verða þau svo rekin þau svo til síns heima seinni partinn í dag. Af þeim sökum geta orðið einhverjar tafir á umferð um héraðið en tillitsemi og þolinmæði eru góðir eiginleikar við slíkar aðstæður.

Haukur á Röðli og Guðlaug frá Strúgsstöðum ásamt kunnum köppum …
Haukur á Röðli og Guðlaug frá Strúgsstöðum ásamt kunnum köppum ættuðum frá Geitaskarði. mbl.is/Jón Sigurðsson
Stemmningin var góð í réttunum.
Stemmningin var góð í réttunum. mbl.is/Jón Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert