Þórlindur Kjartansson var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna með 90,5 prósent atkvæða á sambandsþingi ungra sjálfstæðismanna á Seyðisfirði í dag. Alls greiddu 171 ungir sjálfstæðismenn atkvæði á þinginu og hlaut Þórlindur 152 atkvæði.
Teitur Björn Einarsson var kjörinn fyrsti varaformaður og hlaut hann 129 atkvæði.
Sjálfkjörið var í öll stjórnarsæti. 26 taka sæti í stjórn og 15 í varastjórn. Þá var í gær samþykkt sú breyting á lögum S.u.s. að formenn kjördæmasamtaka, eða fulltrúar stjórna þeirra, hafa sæti í stjórn sambandsins.