Allt að 30% launamunur

Heildarlaunamunur milli ríkisstarfsmanna og starfsmanna á almennum markaði var að meðaltali 20% í febrúar í vetur samkvæmt könnun, sem SFR gerði og allt upp í 30% þegar einstaka starfahópar voru skoðaðir. SFR segir, að þessi launamunur eigi sér engar eðlilegar skýringar heldur sé um að ræða hreina láglaunastefnu ríkisins.

Segir SFR ljóst, að í komandi kjarasamningum verði þess krafist, að félagsmenn verði launaðir til jafns við starfsmenn á almennum markaði.

Í könnuninni segir, að þrátt fyrir þann mikla launamun sem sé á milli ríkisins og almenna markaðarins sé ekki að sjá að almennt vinnuálag sé umtalsvert meira á almennum markaði. Lengd vinnuvikunnar sé þó ívið meiri á almenna markaðnum. Þannig vinni starfsfólk á almenna markaðnum 45 stunda vinnuviku að jafnaði en ríkisstarfsmenn 44,1 stundir.

Vefsíða SFR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert