Dæmdur í 2 ára fangelsi í Kaupmannahöfn

Héraðsdómur í Kaupmannahöfn hefur dæmt íslenskan karlmann um þrítugt, Guðjón Guðmundsson, í 2 ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Íslendingur hefur einnig verið dæmdur í 10 ára endurkomubann til Danmerkur en hann á dóttur í Kaupmannahöfn. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að afar óvenjulegt væri að slíkum úrræðum væri beitt í Danmörku gagnvart öðrum Norðurlandabúum.

Guðjón var handtekinn í sumar í íbúð í Kaupmannahöfn með 1000 e-töflur og 500 grömm af amfetamínsúlfati í fórum sínum.

Dómnum hefur verið áfrýjað til Eystra landsréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert