Miðborgarþing um sjónarhorn íbúa í miðborg Reykjavíkur er vel sótt, en fundurinn hófst klukkan hálf sex nú síðdegis og stendur í tvær klukkustundir. Þingið er það þriðja í röðinni, en að þessu sinni er lögð áhersla á sjónarhorn íbúa í miðborginni í tengslum við umræðu um umgengni og framkomu gesta í miðborginni um helgar.
Meðal þeirra sem flytja erindi á fundinum eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, og Árni Einarsson.