Fluttur á sjúkrahús eftir hjólaslys

Tíu ára gamall drengur fluttur á slysadeild Landspítalans til rannsóknar í gær eftir að hjól hans lenti utan í marknet á gervigrasvelli í Þorlákshöfn. Við það féll hjólið og drengurinn lenti með kviðinn á stýri hjólsins.

Annað reiðhjólaslys varð í umdæmi lögreglunnar í Árnessýslu í vikunni þegar kona féll af reiðhjóli þar sem hún var á ferð í Hafnarbergi. Konan hafði skyndilega séð til bíls og brá svo við það að hún beygði hjólinu og hemlaði með þeim afleiðingum að hún féll af hjólinu.

Þannig háttaði til á staðnum að trjágróður hindraði sýn og þess vegna sá konan ekki til ferða bílsins með meiri fyrirvara. Hún hlaut áverka í andliti og var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert