Hvalasmölun gekk vel í Vestmannaeyjahöfn

Önnur andarnefjan í Friðarhöfn á laugardag.
Önnur andarnefjan í Friðarhöfn á laugardag. mbl.is/Sigurgeir

Í morgun hófust björgunaraðgerðir í höfninni í Vestmannaeyjum en þar höfðu tveir hvalir verið fastir síðustu tvo sólarhringa. Björgunarbáturinn Þór auk Lóðsins, hafnsögubátsins í Vestmannaeyjum tóku þátt í smöluninni og auk þess tóku fimm aðrir smábátar þátt í aðgerðinni. Smölunin hófst rétt fyrir níu í morgun og um hálf ellefu syntu hvalirnir út úr hafnarmynninu. Þetta kemur fram á sudurlandi.is.

Fjöldi manns fylgdist með aðgerðunum, m.a. nokkuð stór hópur skólabarna og virðist því lítið hafa farið fyrir skólastarfi í morgun, sem eðlilegt er, að því er segir á sudurland.is.

„Aðgerðin var í heild mjög vel heppnuð, erfiðast var að koma dýrunum af stað úr Pyttinum, eða innst í höfninni. En um leið og dýrin tóku rétta stefnu þurfti einungis að stýra þeim í rétta átt. Tvívegis stoppuðu þeir á leiðinni út, annars vegar þar sem Herjólfur leggur að bryggju og hins vegar við Skanssvæðið en að lokum tókst að stýra dýrunum í rétta átt og út úr höfninni," segir á suðurlandi.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert