Kólnar er líður á vikuna

Veður­stof­an spá­ir hægri norðvest­læg átt á land­inu í dag. Víða verður létt­skýjað fram­an af morgni, en snýst síðan í suðvest­an 8-15 með slyddu og síðar rign­ingu vest­an­lands. Aust­an­lands verður hæg­ara og þar þykkn­ar smám sam­an upp og hvess­ir með slyddu í kvöld. Með kvöld­inu verður síðan hægt hlýn­andi veður og hiti 5 til 10 stig.

Á þriðju­dag og miðviku­dag verður suðlæg átt og bjart veður á aust­an­verðu land­inu, en skúr­ir vest­an til og frem­ur hlýtt veður. Síðar í vik­unni snýst síðan í norðanátt, með rign­ingu eða slyddu, en létt­ir til sunn­an- og vest­an­lands og kóln­ar. Um helg­ina er gert ráð fyr­ir austanátt með úr­komu í öll­um lands­hlut­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert