Kólnar er líður á vikuna

Veðurstofan spáir hægri norðvestlæg átt á landinu í dag. Víða verður léttskýjað framan af morgni, en snýst síðan í suðvestan 8-15 með slyddu og síðar rigningu vestanlands. Austanlands verður hægara og þar þykknar smám saman upp og hvessir með slyddu í kvöld. Með kvöldinu verður síðan hægt hlýnandi veður og hiti 5 til 10 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag verður suðlæg átt og bjart veður á austanverðu landinu, en skúrir vestan til og fremur hlýtt veður. Síðar í vikunni snýst síðan í norðanátt, með rigningu eða slyddu, en léttir til sunnan- og vestanlands og kólnar. Um helgina er gert ráð fyrir austanátt með úrkomu í öllum landshlutum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert