Umferðartafirnar hefjast stundvíslega klukkan 7:40

Umferðartafir í morgunumferðinni í Reykjavík hefjast nú stundvíslega klukkan 7:40.
Umferðartafir í morgunumferðinni í Reykjavík hefjast nú stundvíslega klukkan 7:40. mbl.is/Ómar

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk almennt betur í síðustu viku en vikunni áður, hraði var jafnari og tafir á álagstíma voru minni. Segir á heimasíðu framkvæmdasviðs Reykjavíkur, að svo virðist sem vegfarendur séu farnir að finna taktinn í morgunumferðinni og laga sig að aðstæðum. Umferðartafir í morgunumferðinni hefjast jafnan stundvíslega klukkan 7:40.

Framkvæmdasvið segir, að umferðartafir hafi síðari vikuna náð yfir styttra tímabili þrátt fyrir að fjöldi bíla hafi verið meiri. Þannig hafi tímabil umferðatafa að meðaltali verið 60 mínútur vikuna 3. til 7. september, en að meðaltali 38 mínútur í vikunni 10. til 14. september.

Heimasíða Framkvæmdasviðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert