Féll af þaki og handleggsbrotnaði

Piltur á grunnskólaaldri handleggsbrotnaði þegar hann féll af þaki fyrirtækis í austurborg Reykjavíkur í gær. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er talið, að pilturinn hafi verið að príla með fyrrgreindum afleiðingum.

Í Kópavogi var annar drengur að ganga ofan á girðingu og missti jafnvægið. Hann lenti illa og var sömuleiðis fluttur á slysadeild en ekki er vitað frekar um meiðsli hans.

Þá var karlmanni á miðjum aldri einnig komið undir læknishendur en sá varð fyrir því óláni við vinnu sína, að á honum lenti stálplata. Við það slasaðist hann á fæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert