Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Félagsbústaða um að karlmaður á miðjum aldri verði borinn út úr íbúð við Hringbraut. Var krafan sett fram vegna þess að maðurinn hafði valdið íbúum nærliggjandi íbúða ónæði og óþægindum og raskað svefnfriði í húsinu með hávaða og drykkjulætum í íbúðinni. Sögðu Félagsbústaðir, að kvartanir hafi borist frá nágrönnum og húsverði vegna mikillar óreglu og að órói hafi skapast meðal íbúa í húsinu.
Dómurinn segir, að í leigusamningi sé kveðið á um að skriflega aðvörun áður en til þess komi, að fólk sé borið út úr íbúðum. Sé aðvörun ekki tekin til greina sendi verði send lokaaðvörun um rýmingu íbúðarinnar. Hvorugt hafi verið gert og því var kröfu Félagsbústaða hafnað.