Landsbankinn spáir viðsnúningi í verðþróun á fasteignamarkaði

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir kynnti spá um þóun fasteignamarkaðar
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir kynnti spá um þóun fasteignamarkaðar mbl.is/G. Rúnar

Fjöldi nýrra íbúða nær sögulegu hámarki á næstu árum samkvæmt könnun sem fyrirtækjasvið Landsbankans vinnur að. Mikið framboð, háir vextir og lækkun veðhlutfalla snýr verðþróun fasteigna við á næsta ári. Fólksfjölgun, hár kaupmáttur, full atvinna og sterk eiginfjárstaða byggingaraðila styður þó við fasteignaverð og kemur í veg fyrir langvarandi lækkun. Þetta kemur fram í riti Greiningardeildar Landsbankans, Fasteignamarkaður á krossgötum, sem Kristrún Tinna Gunnarsdóttir á Greiningardeildinni kynnti á fundi í morgun.

Í kynningu Kristrúnar Tinnu kom fram að spá Landsbankans um að verulega muni draga úr þenslu á fasteignamarkaði sé ekki ný af nálinni. Hvað varðar verðþróun og nýbyggingar. Þessir þættir fylgjast að því ef fasteignaverð lækkar að ráði þá dregur úr hagnaðarvon byggingafyrirtækja og þar með framboði á nýbyggingum. Kristrún Tinna segir að áfram verði mikið framboð af nýju íbúðahúsnæði eða í um þrjú ár en síðan fari að draga úr. Aðflutningur starfsfólks erlendis frá hefur áhrif á fasteignamarkaði en að sögn Kristrúnar Tinnu eru 4% lántakanda Íbúðalánasjóðs erlendir ríkisborgarar en um 2,5% íbúðalána Landsbankans séu til erlendra ríkisborgara.

Húsnæðisverð nær núverandi styrk á fáeinum árum

„Nú er svo komið að boginn fer að verða spenntur til fulls. Þegar mikið framboð, hækkandi vextir og erfiðara aðgengi að lánsfé spila saman bendir flest til þess að veislunni fari að ljúka. Fyrirliggjandi hagvísar benda þó ekki til þess að það verði alveg á næstunni. Því teljum við að verð hækki áfram en nái hámarki um mitt næsta ár.

Við gerum ráð fyrir að aukið framboð nýrra fasteigna og skert kaupgeta fasteignakaupenda valdi viðsnúningi í verðþróun fasteigna um mitt næsta ár. Þá sé líklegast að fasteignaverð taki að síga þannig að hækkun ársins í ár gangi að mestu til baka. Við þessa leiðréttingu má búast við hægri verðhækkun á árunum 20101-2011 í takt við almennar verðlagshækkanir. Húsnæðisverð ætti því að ná núverandi styrk á fáeinum árum."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert