„Menn ætluðu greinilega ansi langt á bjartsýninni"

Húsið var við Óðinstorg á áttunda tímanum í morgun.
Húsið var við Óðinstorg á áttunda tímanum í morgun. mbl.is/GSH

Þriggja hæða hús sem flytja átti í gærkvöldi frá Hverfisgötu á lóð við Bergstaðastræti er nú á horninu við Hótel Óðinsvé en erfiðlega hefur gengið að koma húsinu um beygju sem þar er. Samkvæmt upplýsingum umferðardeildar lögreglunnar virðast menn hafa ætlað að fara ansi langt á bjartsýninni við flutning hússins en gert var ráð fyrir að hann tæki um tvo klukkutíma.

Leið hússins hefur legið frá Hverfisgötu, upp Klapparstíg og um Týsgötu en ferðinni er heitið um Spítalastíg að Bergstaðastræti. Hefur tekið alla nóttina að koma húsinu þangað sem það er nú. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðast menn hafa misreiknað það hversu mikil áhrif halli í götunni hafi á hús af þessari stærð. Þá séu götur kúptar á þessum slóðum og það geri flutninginn enn erfiðari en ella.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru umferðartafir vegna þessa á mjög afmörkuðu svæði sem vegfarendum ætti að reynast auðvelt að sneiða hjá.

Beðið átekta við Óðinstorg.
Beðið átekta við Óðinstorg. mbl.is/GSH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert