Ísland er það aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, sem kemst næst því markmiði að allir vinnufærir menn séu annaðhvort með atvinnu eða að leita hennar. Þetta kemur fram í málgagni norska alþýðusambandsins í dag.
Samkvæmt tölum frá síðasta ári var 91,1% Íslendinga á aldrinum 15-64 ára í vinnu eða að leita að vinnu. Hlutfallið í Noregi var 79,7%, það lægsta í Noregi en það 5. hæsta innan OECD. Neðst var Ungverjaland þar sem þetta hlutfall var 62,3%.
Fram kemur að í þeim löndum þar sem þetta hlutfall er lægst sé velferðarkerfið vanþróaðast og það þýði, að konur verði að sjá um börn og aldraða í fjölskyldunum. Þetta endurspeglist m.a. í því, að í Ungverjalandi eru aðeins um 55,8% kvenna á vinnumarkaði en á Íslandi er var þetta hlutfall 81,7% á síðasta ári.