Náttúrufræðingur fær fálkaorðuna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi í gær dr. Jack Ives riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir á náttúru landsins og samvinnu við íslenska fræðimenn. Ives hefur í hálfa öld stundað víðtækar rannsóknir á Íslandi, þar á meðal á jöklum.

Á þessu ári kemur út bók eftir Jack Ives sem helguð er fjörutíu ára afmæli Skaftafellsþjóðgarðsins og fjallar hún um 1000 ára sögu Skaftafells. Ives átti á sínum tíma víðtæka samvinnu við Ragnar Stefánsson í Skaftafelli og aðra Öræfinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert