Unnið hefur verið að undanförnu við lokafrágang við Bökugarð í Húsavíkurhöfn. Í dag var steyptur fyrsti hlutinn af þekju garðsins. Að sögn Þórólfs Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Norðurvíkur ehf. sem er verktaki við framkvæmdirnar, verður klárað að steypa þekjuna í haust, en það fari allt eftir veðurfarinu hvernig verkið komi til með að ganga.
Snjóbræðslukerfi er lagt í þekjuna og er heildarlengd snjóbræðslulagna 8000 metrar en heita vatnið er sótt í Dönskulaug sem er gamall bað- og þvottastaður á á hafnarsvæðinu.
Húsvíkingar horfa til þess að garðurinn nýtist vel ef að framkvæmdum vegna álvers við Bakka verður auk þess unnið er að því að fjölga komum skemmtiferðaskipa til Húsavíkur.