„Óraunhæft að áætla tvo tíma í flutning hússins"

Beðið átekta við Óðinstorg.
Beðið átekta við Óðinstorg. mbl.is/GSH
Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur

Húsið er nú komið á áfangastað en verður ekki sett á grunn fyrr en síðdegis.

Ragnar sagði í samtali við blaðamann mbl.is í morgun að mishæðirnar hafi valdið því að húsið hafi vaggað mjög mikið og að menn hafi heldur viljað fara að öllu með gát en að flýta sér um of. Því hafi vagnar verið settir undir húsið í beygjum og annað eftir því sem hafi tekið sinn tíma. Þá segir hann að um tuttugu manns á vegum fyrirtækisins, lögreglunnar og Framkvæmdasýslunnar hafi unnið að flutningi hússins á vettvangi í nótt.

Húsið er nú komið á áfangastað við Bergstaðastræti og stendur til að setja það á grunn, sem bíður þess, síðdegis í dag. Verður horn Spítalastígs og Bergstaðastrætis lokað þar til húsið verður komið á grunninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert