Þá eru grunnlaun kennara á Íslandi með þeim lægstu í OECD ríkjunum, þegar þau eru borin saman við landsframleiðslu á mann. Hlutfall grunnlauna grunnskólakennara eftir 15 ára starfsaldur af landsframleiðslu á mann hér á landi var 0,75 árið 2004-2005. Aðeins Noregur hafði lægra hlutfall á tímabilinu eða 0,74.
Meðaltal OECD ríkja var á tímabilinu 1,28 á barnaskólastigi og 1,30 á unglingastigi. Á framhaldsskólastigi var hlutfallið á Íslandi 0,88, í Noregi var það 0,80 en að meðaltali var það 1,41 í OECD ríkjunum.
Þetta kemur fram í ritinu Education at a Glance 2007, sem Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, gefir út árlega. OECD bendir á að laun kennara séu stærsti einstaki þátturinn í útgjöldum til menntamála. Þar er þó einnig bent á að margs þurfi að gæta í alþjóðlegum samanburði á launum kennara. Þannig sé kennslutími kennara mislangur á milli landa og bekkir misstórir. Þá er ekki tekið tillit til aukagreiðslna af ýmsu tagi, né heldur skatta og ýmissa annarra opinberra greiðslna.