Starfsaldur hefur minni áhrif á laun kennara á Íslandi en í OECD ríkjunum

Skólakrakkar í Reykjavík
Skólakrakkar í Reykjavík mbl.is/Árni Sæberg
Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur
Grunnlaun kennara á Íslandi hækka að meðaltali umtalsvert minna með auknum starfsaldri í OECD ríkjunum. Hlutfall grunnlauna grunnskólakennara hér á landi í efsta launaflokki eftir 15 ára starfsaldur af byrjunarlaunum er 1,32 og 1,31 í framhaldsskólum, en í OECD ríkjunum er meðaltalið á bilinu 1,69-1,71.

Þá eru grunnlaun kennara á Íslandi með þeim lægstu í OECD ríkjunum, þegar þau eru borin saman við landsframleiðslu á mann. Hlutfall grunnlauna grunnskólakennara eftir 15 ára starfsaldur af landsframleiðslu á mann hér á landi var 0,75 árið 2004-2005. Aðeins Noregur hafði lægra hlutfall á tímabilinu eða 0,74.

Meðaltal OECD ríkja var á tímabilinu 1,28 á barnaskólastigi og 1,30 á unglingastigi. Á framhaldsskólastigi var hlutfallið á Íslandi 0,88, í Noregi var það 0,80 en að meðaltali var það 1,41 í OECD ríkjunum.

Þetta kemur fram í ritinu Education at a Glance 2007, sem Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, gefir út árlega. OECD bendir á að laun kennara séu stærsti einstaki þátturinn í útgjöldum til menntamála. Þar er þó einnig bent á að margs þurfi að gæta í alþjóðlegum samanburði á launum kennara. Þannig sé kennslutími kennara mislangur á milli landa og bekkir misstórir. Þá er ekki tekið tillit til aukagreiðslna af ýmsu tagi, né heldur skatta og ýmissa annarra opinberra greiðslna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert