Þrír piltar komu eldri konu til bjargar

Þrír drengir björguðu lífi eldri eldri konu sem missti meðvitund í heita pottinum í sundlauginni í Laugaskarði í gærmorgun. Drengirnir, sem eru í áttunda bekk, voru í skólasundi í lauginni og urðu varir við að konan hafði misst meðvitund. Á vef grunnskólans í Hveragerði segir að björgunin hafi komið á síðustu stundu.

Þetta voru þeir Samúel Guðlaugsson, Kjartan Hulduson og Hafsteinn Davíðsson. Á vef grunnskólans í Hveragerdi segja piltarnir að þetta hafi verið mikil lífsreynsla og að tilfinningin hefði verið góð að bjarga manneskju úr háska.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert