Útgjöld Íslendinga til menntamála langt umfram meðaltal OECD

Nemendum á háskólastigi hefur fjölgað hratt undanfarin ár á Íslandi.
Nemendum á háskólastigi hefur fjölgað hratt undanfarin ár á Íslandi. mbl.is/Ómar

Útgjöld Íslend­inga til mennta­stofn­ana á nem­anda í Banda­ríkja­döl­um árið 2004 voru um­tals­vert hærri en árið 2003. Alls vörðu Íslend­ing­ar 8264 Banda­ríkja­döl­um á hvern nem­anda í fullu námi frá grunn­skóla­stigi til há­skóla­stigs en höfðu varið 7438 döl­um á nem­anda árið 2003. Meðaltal OECD ríkja 2004 var 7061 Banda­ríkja­dal­ir.

Þetta kem­ur fram í rit­inu Educati­on at a Glance 2007, sem Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, OECD, gef­ir út ár­lega. Á öll­um skóla­stig­um nema á leik­skóla­stigi vörðu Íslend­ing­ar hærri upp­hæð á nem­anda árið 2004 en árið 2003.

Heild­ar­út­gjöld Íslend­inga til mennta­mála námu 8% af vergri lands­fram­leiðslu árið 2004 og var Ísland í efsta sæti meðal OECD ríkja hvað þessi út­gjöld varðar. Ísland varði einnig 8% af vergri lands­fram­leiðslu til mennta­mála árið 2003. Meðaltal OECD ríkja var 5,8%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka