Útgjöld Íslendinga til menntamála langt umfram meðaltal OECD

Nemendum á háskólastigi hefur fjölgað hratt undanfarin ár á Íslandi.
Nemendum á háskólastigi hefur fjölgað hratt undanfarin ár á Íslandi. mbl.is/Ómar

Útgjöld Íslendinga til menntastofnana á nemanda í Bandaríkjadölum árið 2004 voru umtalsvert hærri en árið 2003. Alls vörðu Íslendingar 8264 Bandaríkjadölum á hvern nemanda í fullu námi frá grunnskólastigi til háskólastigs en höfðu varið 7438 dölum á nemanda árið 2003. Meðaltal OECD ríkja 2004 var 7061 Bandaríkjadalir.

Þetta kemur fram í ritinu Education at a Glance 2007, sem Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, gefir út árlega. Á öllum skólastigum nema á leikskólastigi vörðu Íslendingar hærri upphæð á nemanda árið 2004 en árið 2003.

Heildarútgjöld Íslendinga til menntamála námu 8% af vergri landsframleiðslu árið 2004 og var Ísland í efsta sæti meðal OECD ríkja hvað þessi útgjöld varðar. Ísland varði einnig 8% af vergri landsframleiðslu til menntamála árið 2003. Meðaltal OECD ríkja var 5,8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka