Bátur strandaði við Álftanes

mbl.is

Bátur steytti á skeri og strandaði vestanmegin við Álftanes til móts við Höfðabraut um klukkan 21:20 í kvöld. Bátar frá björgunarsveitum eru komnir á staðinn. Á vef Landsbjargar segir að nokkur halli sé kominn á bátinn. Ekki liggur fyrir hvernig bát er um að ræða. Tveir menn eru um borð í honum, björgunarmenn hafa verið í sambandi við þá og er ekki talið að þá hafi sakað eða að þeir séu í hættu.

Björgunarbáturinn Fiskaklettur úr Hafnarfirði fór mönnunum til aðstoðar. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Einar Sigurjónsson, og björgunarbáturinn Stefnir voru á leið á strandstað laust fyrir klukkan 22.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert