Færeyingar vilja hingað í aðgerðir

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is
Færeyingar líta björtum augum til samstarfs við Ísland í heilbrigðismálum og horfa sérstaklega til þess að senda hingað sjúklinga til krabbameins- og öldrunarlækninga sem og í tæknifrjóvganir, ef marka má frétt færeyska dagblaðsins Sosialurin.

Þar er haft eftir Hans Pauli Strøm, heilbrigðisráðherra Færeyinga, að með samstarfi við Íslendinga um heilbrigðisþjónustu bjóðist Færeyingum fleiri möguleikar í heilbrigðisþjónustu en nú er. Helsti samstarfsaðili þeirra hingað til hefur verið Ríkisspítali Kaupmannahafnar. Þá er haft eftir ráðherranum að einnig sé stefnt að samstarfi heilbrigðisstarfsfólks landanna.

Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala, segir að viðræður um samvinnu um heilbrigðisþjónustu við Færeyinga hafi staðið yfir um nokkurt skeið. Hins vegar sé ekki enn ljóst á hvaða sviðum slíkt samstarf yrði. Rætt hafi m.a. verið um samvinnu á sviði krabbameins- og geðheilbrigðisþjónustu sem og starfsmannaskipti. Slíkt samstarf gæti t.d. falið í sér að færeyskir sjúklingar kæmu hingað til meðferðar. „Þetta samstarf gæti tekið á sig ýmsar myndir," segir Magnús. „Við lítum svo á að ef þetta gæti þjónað öllum, bæði þeim og okkur, og falli vel að okkar starfsemi, þá væri mjög áhugavert að taka þátt í þessu."

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert