Farþegi sem kom til landsins með flugi klukkan 22.30 í gærkvöldi kastaði af sér vatni í landganginum skömmu eftir að hann steig frá borði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglan var kölluð til og á lögregluvefnum kemur fram að farþeginn verður kærður fyrir athæfið.
Undanfarna daga hefur lögreglan á Suðurnesjum leitað að krökkum sem hafa stundað það á kvöldin að sprengja skotelda í Grindavík. Mikið hefur verið hringt í lögregluna vegna þessa og foreldrar beðnir að athuga hvort börn þeirra hafi vitneskju um þetta mál.