Gæsaskytta fannst við leit

Björgunarsveitin Blanda og björgunarsveitin Strönd voru kallaðar út í nótt vegna gæsaskyttu sem fór til veiða á Kili en skilaði sér ekki heim á tilætluðum tíma. Björgunarsveitir fundu skyttuna blauta og kalda, en heila á húfi við Blöndulón, skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt. Hafði hann fest bíl sinn við Áfangafell og ákveðið að ganga til byggða frekar en að halda kyrru fyrir í bílnum eins og ráðlagt er í slíkum aðstæðum. Þetta kemur fram á vef Landsbjargar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert