Þegar Sigfríð Berglind Thorlacius fór í magahjáveituaðgerð í október fyrir 2 árum var hún 159 kg en nú er hún 85 kg. Þegar hún var sem allra þyngst voru kílóin 187. En þótt Sigfríð, sem er 33 ára, sé rúmum 100 kg léttari nú sér hún eftir því að hafa farið í aðgerðina. Hún ráðleggur öllum sem glíma við offitu að reyna að létta sig á annan hátt.
„Ég var 167 kg þegar ég fór í offitumeðferð á Reykjalundi fyrir magahjáveituaðgerðina og léttist þar um 8 kg. Þar var frábært að vera og ég fékk allar upplýsingar um mögulegar afleiðingar aðgerðarinnar. Mér líður hins vegar ekki vel núna. Ég hélt að lífið myndi snúast til hins betra en það gerði það ekki," greinir Sigfríð frá.
„Nú líður mér í raun verr, bæði líkamlega og andlega. Ég kasta reglulega upp og þunglyndið hefur ekki horfið. Löngunin í mat, sælgæti og gos hefur alls ekki horfið og ef ég leyfi mér að borða meira en ráðlagt er verð ég veik."
Nánar í Blaðinu í dag