Hugmyndir að nýjum miðborgarkjarna í Reykjavík

00:00
00:00

Fast­eigna­fé­lagið Sam­son Properties, sem er í eigu Björgólfs­feðga, kynnti í dag hug­mynd­ir um upp­bygg­ingu nýs miðborg­ar­kjarna í Reykja­vík á svo­nefnd­um Baróns­reit við of­an­verðan Lauga­veg. Ætl­un­in er að skapa þar aðlaðandi um­hverfi fyr­ir versl­an­ir, afþrey­ingu og íbúðir.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sam­son Properties í dag.

Gert er ráð fyr­ir um 25.000 fer­metra rými und­ir versl­an­ir og þjón­ustu þar sem m.a. verður stór mat­vöru­versl­un, alþjóðleg­ar versl­an­ir með þekkt­um vörumerkj­um, kvik­mynda­hús og veit­ingastaðir. Þá er gert ráð fyr­ir bíla­kjall­ara á fjór­um hæðum.

Svæðið sem um er að ræða af­mark­ast af Lauga­vegi, Vita­stíg, Skúla­götu og Baróns­stíg. Staðsetn­ing­in þykir kjör­in þar sem góðar teng­ing­ar eru við gang­andi um­ferð til og frá Lauga­vegi, öfl­ug­ar veg­teng­ing­ar fyr­ir bílaum­ferð eru frá Sæ­braut og gott rými fyr­ir bíla­stæði neðanj­arðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert