Húsafriðunarnefnd vill friða öll húsin þrjú

Hafnarstræti 98 á Akureyri.
Hafnarstræti 98 á Akureyri.
Eft­ir Skapta Hall­gríms­son skapti@mbl.is

Í rök­stuðningi Húsafriðun­ar­nefnd­ar frá því í gær er vísað í 4. grein laga um húsafriðun þar sem seg­ir að friða megi sam­stæður húsa sem hafa mikið gildi. „Er einkum litið til þess að of­an­greind hús hafa öll mikið gildi fyr­ir um­hverfi sitt, ým­ist sem horn­hús eða áber­andi kenni­leiti í miðbæn­um, og hafa mikið list­rænt gildi, ekki síst í upp­haf­legri gerð sinni. Þá hafa tvö hús­anna ný­lega verið end­ur­gerð af mik­illi alúð, að til eft­ir­breytni er."

Nefnd­in seg­ir enn­frem­ur: „Jafn­framt er horft til þess að mik­ils­vert sé að varðveita bygg­ing­ar­sögu­lega fjöl­breytni þessa hluta miðbæj­ar­ins og tengsl Hafn­ar­stræt­is við Kaup­vangs­stræti, eitt helsta götu­horn á Ak­ur­eyri."

Að sögn Magnús­ar Skúla­son­ar, for­stöðumanns Húsafriðun­ar­nefnd­ar, verður málið nú kynnt eig­end­um hús­anna, því þeir hafa rétt til and­mæla skv. stjórn­sýslu­lög­um. Það sé síðan ráðherra sem taki af skarið hvort hús­in verði friðuð eður ei.

"Þetta set­ur málið allt í mjög und­ar­lega stöðu og ég er undr­andi á því að nefnd­in skuli koma svona seint fram með af­stöðu sína," sagði Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri, við Morg­un­blaðið í gær.

„Það hefði auðvitað verið betra ef nefnd­in hefði sett fram þessa skoðun á meðan við vor­um að fjalla um málið, en það hef­ur reynd­ar verið viður­kennt að nefnd­inni hrein­lega yf­ir­sást í þessu máli."

Sigrún seg­ir að nú­ver­andi eig­end­ur húss­ins Hafn­ar­stræti 98 (Hót­els Ak­ur­eyr­ar) hafi lagt í tölu­verðan kostnað og vinnu og lögmaður Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar muni nú skoða málið „vegna þess að fá eða eng­in for­dæmi eru fyr­ir því að álit Húsafriðun­ar­nefnd­ar komi svo seint fram. Við höf­um farið eft­ir öll­um eðli­leg­um vinnu­regl­um varðandi þetta mál; við deili­skipu­lag og kynn­ingu; höf­um reynt að standa eins vel að mál­um og kost­ur er."

„Svo er spurn­ing," seg­ir bæj­ar­stjóri, "hvort ein­hver treyst­ir sér til þess að gera Hót­el Ak­ur­eyri upp. Ætlar Húsafriðun­ar­nefnd að koma með mynd­ar­leg­an styrk í það verk­efni? Ég vona það," sagði bæj­ar­stjóri.

Í hnot­skurn
» Hafn­ar­stræti 98, Hót­el Ak­ur­eyri, hef­ur staðið autt um tíma og beið niðurrifs.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert