Leit að manni sem féll í Sogið hefur enn engan árangur borið. Um 150 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar taka þátt í leitinni. Bátar björgunarsveitanna eru að týnast í land, þyrla Landhelgisgæslunnar er hætt leit í kvöld sem og flugvél sem notuð var. Björgunarsveitir munu áfram leita mannsins í nótt og verður notast við lýsingu frá árbökkum auk þess sem hópar verða í gönguleit og hundar notaðir.