Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt konu á fimmtugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að vera með talsvert magn af fíkniefnum í fórum sínum en efnin fundust í húsleit á heimili konunnar á í fjölbýlishúsi á Sauðárkróki í apríl í sumar.
Lögreglan fann 3,25 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, 9,34 grömm af hassi sem fundust í fataskáp í svefnherbergi íbúðarinnar auk 57,82 gramma af hassi sem fundust í póstkassa konunnar í stigagangi fjölbýlishússins. Þá var konan með 0,59 grömm af amfetamíni í buxnavasanum.
Konan hefur áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot og þjófnað.