Níu björgunarsveitir kallaðar út vegna leitar í Soginu

Tólf bátar auk gönguhópa og þyrlu leita nú í Soginu
Tólf bátar auk gönguhópa og þyrlu leita nú í Soginu mbl.is/Guðmundur Karl

Tugir björgunarmanna úr níu björgunarsveitum leita nú að manninum sem hvarf í Sogið nú síðdegis. Tólf bátar eru að leit auk gönguhópa sem ganga meðfram bökkum árinnar og þyrlu landhelgisgæslunnar. Leitin hefur enn ekki borið árangur. Leit miðast við svæði frá Soginu við Þrastarlund og að Hvítá. Kafarar hafa verið kallaðir út auk hunda, og eru á leið á leitarsvæðið.

Ekkert hefur sést til mannsins síðan hann fór í ána skömmu eftir klukkan fimm í dag. Maðurinn var ásamt félaga sínum við veiðar þegar hann féll í ána. Félaginn reyndi að ná til hans en tókst ekki. Félaganum var síðan bjargað á land og var hann þá orðinn kaldur og þrekaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert