Það ER engan veginn forsvaranlegt að taka áhættuna á því að flytja olíumengaðan jarðveg frá Vatnsmýri og upp á Hólmsheiði. Svæðið er nálægt vatnsverndarsvæði og er mjög sprungið. Þetta segir Sigurður Þórðarson, gæðastjóri vatnsframleiðslu Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Hreinsunarsvæðið á Hólmsheiði er með vökvaheldu undirlagi og Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri mengunarvarna umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, sagðist í Morgunblaðinu nýverið telja að engin hætta væri á ferðum. "Ég tel þetta miklu alvarlegra mál en svo að nóg sé að einhver maður "telji" að engin hætta sé á ferðum," segir Sigurður. "Þetta svæði er mjög nálægt Gvendarbrunnum og það stendur hærra. Að auki er vitað að svæðið er krosssprungið fram og til baka og það veit enginn hvert þessar sprungur liggja nákvæmlega."
Hann segir að finna hefði átt annan stað fyrir jarðveginn þegar í ljós hafi komið að hann væri mengaður.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.