Óttast að HIV-hópsýking sé í uppsiglingu meðal fíkniefnaneytenda

Óttast er að HIV-hópsýking sé í uppsiglingu meðal hópsýking meðal …
Óttast er að HIV-hópsýking sé í uppsiglingu meðal hópsýking meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig. Þessi mynd er uppstillt. mbl.is/Golli

Land­læknisembættið seg­ir, að þrír fíkni­efna­neyt­end­ur, sem sprauta sig, hafi um síðustu ára­mót greinst með HIV-smit. Þess­ir ein­stak­ling­ar höfðu inn­byrðis tengsl sem benda til þess að smit hefði borist með menguðum spraut­um og nál­um.

Seg­ir í Far­sóttaf­rétt­um að at­b­urðarás­in það sem af er ár­inu renni stoðum und­ir þá skoðun að hóp­sýk­ing meðal fíkni­efna­neyt­enda sé í upp­sigl­ingu því fleiri til­felli HIV-smits meðal fíkni­efna­neyt­enda hafi bæst við á ár­inu og eru þau nú sam­tals fjög­ur.

Í Far­sóttaf­rétt­um seg­ir, að það sem renni enn frek­ari stoðum und­ir inn­byrðis tengsl milli þess­ara sýk­inga meðal fíkni­efna­neyt­enda sé, að þeim fylgi smit af völd­um lifr­ar­bólgu B, sem einnig sé blóðsmit­andi.

Í Far­sóttaf­rétt­um seg­ir, að frá því að al­næm­is­far­ald­ur­inn barst til lands­ins í upp­hafi ní­unda ára­tug­ar­ins hafi far­ald­ur meðal fíkni­efna­neyt­enda verið sér­stakt áhyggju­efni. Marg­ir hafi talið að það sé ein­ung­is tímaspurs­mál hvenær hann berst í þenn­an áhættu­hóp. Ein leið til þess að sporna við út­breiðslu HIV-smits meðal fíkni­efna­neyt­enda sé að auðvelda aðgengi að hrein­um spraut­um og nál­um ekki síður en smokk­um.

Far­sóttaf­rétt­ir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert