Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt, að sameiginleg erfðaskrá sem tvær aldraðar systur gerðu árið 2001, skuli ógilt þar sem önnur systirin hafi sökum ellihrörnunarsjúkdóms verið ófær um að gera erfðaskrá á skynsamlegan hátt.
Í erfðaskránni frá árinu 2001 arfleiddu systurnar tvær, sem voru ógiftar og barnlausar, systurson sinn að öllum eigum sínum. Þær höfðu 24 árum áður einnig gert sameiginlega erfðaskrá og samkvæmt henni skyldi sú þeirra, er lengur lifði, erfa hina.
Önnur systirin lést árið 2003 og hin í ársbyrjun 2005. Þriðja systirin, sem lést í ágúst 2005, eignaðist sex börn og var einn sonur hennar einkaerfingi systranna tveggja samkvæmt síðari erfðaskránni. Tvö systkini hans höfðuðu hins vegar mál til ógildingar erfðaskránni.