Um áramótin tekur samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við samningum um tæknifrjóvganir. Frá árinu 2004 hefur Landspítalinn haft með höndum samninga um tæknifrjóvgunum við fyrirtækið IVF Iceland, en nú hefur verið ákveðið að samninganefnd HTR taki við hlutverki Landspítalans og semji við fyrirtækið um þessa þjónustu.
Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga Landspítala, og forsvarsmenn IVF Iceland undirrituðu í dag viðbótarsamning vegna þjónustu fyrirtækisins, sem gildir þar til samninganefndin tekur við samningsgerðinni fyrir hönd heilbrigðismálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.„