Skáksveit Salaskóla sigursæl í Namibíu

Skáksveit Salaskóla.
Skáksveit Salaskóla.

Börnin í heimsmeistaraliði Salaskóla í skólaskák hafa verið mjög sigursæl á mótum í Namibíu þar sem þau eru á ferðalagi. Liðið tók þátt í Namibíumeistaramóti skólasveita sem gestalið og lagði alla andstæðinga sína, sjö að tölu, og hlaut 27 vinninga af 28 mögulegum.

Þá stóð Patrekur Maron Magnússson uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppni þar sem keppendur voru 17 talsins. Hrannar Baldursson, annar fararstjóra hópsins, segir frá þessu á bloggsíðu sinni, http://don.blog.is/blog/don/..

Heimsmeistararnir ungu eru í Namibíu á vegum Þróunarsamvinnustofunar Íslands og Kópavogsbæjar en ÞSSÍ hefur verið með skákverkefni í Namibíu undanfarin ár í samvinnu við Skáksamband Íslands og Hrókinn. Verkefni hefur einkum haft það markmið að glæða skákáhuga meðal grunnskólabarna.

Íslenska sveitin er væntanleg heim á föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert