Spánarsniglar finnast hér á landi

Spánarsnigill. Myndin er tekin af vef Náttúrufræðistofnunar.
Spánarsnigill. Myndin er tekin af vef Náttúrufræðistofnunar.

Vart hefur orðið við svonefnda spánarsnigla hér á landi að undanförnu. Fram kemur á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, að spánarsnigill fannst nýlega í Salahverfi í Kópavogi og annar á Arnarnesi í Garðabæ. Segir ljóst, að þurrkatíðin framan af sumri hafi ekki komið sniglunum fyrir kattarnef enda séu þeir ættaðir frá Íberíuskaga og því albúnir langtíma þurrkum.

Náttúrufræðistofnun segir, að ef til vill sé þess nú skammt að bíða að sniglunum taki að fjölga og þeir fari að verða til óþurftar í görðum á höfuðborgarsvæðinu. Landnám spánarsnigla hér á landi séu slæm tíðindi og full ástæða til að mæta þeim af hörku.

Segir stofnunin, að þeir sem ganga fram á þessa stóru rauðu snigla fangi þá og komi þeim til Náttúrufræðistofnunar og leggi þar með til upplýsingar um þróunina.

Spánarsnigill fannst fyrst hér á landi árið 2003. Þessir sniglar eru 7–15 cm langir, oftast rauðbrúnir á lit en finnast í ýmsum rauðum og brúnum litum.

Umfjöllun um spánarsnigla

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert