Tíu hús verði friðuð

Frá Laugavegi og Bankastræti
Frá Laugavegi og Bankastræti mbl.is/G. Rúnar
Eftir Friðrik Ársælsson

fridrik@mbl.is

Húsafriðunarnefnd hefur gert það að tillögu sinni að tíu hús við Laugaveg verði friðuð. Í tillögunni er einkum litið til þess að húsin hafi mikið gildi fyrir umhverfi sitt, hafi listrænt verðmæti og sum þeirra talsvert menningarsögulegt gildi. Þá telur nefndin mikilsvert að varðveita byggingarsögulega fjölbreytni þessa hluta miðbæjarins og tengsl Laugavegar við aðliggjandi götur sem margar hverjar hafa varðveitt upphaflegt svipmót. "Þetta eru hús sem sóma sig vel við Laugaveginn og öll eru þau ákveðin kennileiti. Við ákvörðun okkar horfðum við mikið til varðveislu gatnamóta og húsaraða," segir Magnús Skúlason, forstöðumaður húsafriðunarnefndar.

Húsin ekki rifin þrátt fyrir nýtt skipulag

Húsin sem um ræðir standa á lóð við Laugaveg 10, 11, 12, 20B, 21, 29, 30, 41, 44 og 64. Árið 2005 var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg og aðliggjandi götur. Þar var kveðið á um heimild til að rífa 25 hús sem öll voru byggð fyrir árið 1918. Fjögur þeirra húsa sem húsafriðunarnefnd hefur lagt til að verði friðuð voru í hópi þessara húsa. Þetta eru húsin við Laugaveg 11, (Ítalía) 21, (Kaffi Hljómalind) 29, (Brynja) og 41.

Ef menntamálaráðherra samþykkir tillögur húsafriðunarnefndar er auðsýnt að umrædd hús verða ekki rifin, enda er farið fram á friðunina nú til að hamla niðurrifi húsanna, að sögn Magnúsar.

Magnús kveður núverandi eigendur húsanna muni ekki tapa neinum fermetrafjölda að ráði ef tillögurnar verða að veruleika. Hann tekur sem dæmi húsið við Laugaveg 21, þar sem Kaffi Hljómalind er til húsa. Þar sé illmögulegt að bæta við fermetrafjölda með því að byggja nýtt hús á þeim stað sem gamla húsið stendur, þótt mögulegt sé að reisa nýbyggingar á lóðinni, á bak við gamla húsið.

Sjá nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert