Aðstæður á strandstað við Hrakhólma hafa enn ekki verið kannaðar

Frá björgun í gærkvöldi
Frá björgun í gærkvöldi mbl.is/Jón Svavarsson

Aðstæður hafa ekki enn verið kannaðar þar sem þriggja tonna bát, Ellu HF-22, steytti á skeri við Hrakhólma á Álftanesi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Áður en aðgerðum var hætt á staðnum í gær hafði hins vegar komið í ljós að leki hafði ekki komið að bátnum en talið var hugsanlegt að hann myndi laskast í nótt. Verður það kannað með morgninum og þá verður einnig reynt að koma bátnum á flot.

Tveir menn, sem voru í bátnum, voru ferjaðir í land. Þá sakaði ekki en voru nokkuð eftir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka