Alvarlegum slysum fjölgar í umferðinni

mbl.is/Guðmundur Karl

Heildarfjöldi umferðarslysa og -óhappa, í slysaskrá Umferðarstofu, frá áramótum er minni en meðaltal undanfarinna fimm ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum úr slysaskráningu Umferðarstofu um umferðarslys fyrstu 7 mánuði þessa árs. Þar kemur fram að fjöldi alvarlegra og minniháttar slysa hefur aukist töluvert.

Árið 2006 var fjöldi umferðaslysa og umferðaróhappa 4.750 fyrstu sjö mánuði ársins en eru nú 4.375 en það er 7,89% fækkun. Banaslysum fækkar einnig töluvert en á fyrstu sjö mánuðum ársins 2006 voru þau 11 en voru 5 fyrstu sjö mánuði þessa árs.

Á fystu 7 mánuðum ársins 2006 voru alvarleg slys 69 en fyrstu sjö mánuði þessa árs voru þau 95 en það er aukning um 37,68%.

Nánari upplýsingar á vef Umferðarstofu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert